Reglur garðsins

Ágætu gestir.
Raggagarður er einkaframtak og öll vinnan í garðinum er unnin í sjálfboðavinnu heimamanna og annara.
Við sem stöndum að gerð þessa garðs viljum biðja ykkur um að taka tillit til eftirfarandi atriða:
•    Gestir Raggagarðs eru algerlega á eigin ábyrgð meðan á dvöl stendur.
•    Vinsamlega takið tillit til sumargesta og hafið ekki hávaða eftir       Kl. 22:00 á kvöldin.
•    Neysla áfengis er stranglega bönnuð í Raggagarði.
•    Skiljið ekki börn (undir 10 ára aldri) eftir eftirlitslaus í garðinum.
•    Gætið þess að ganga ekki í trjábeðum og að börn klifri ekki í trjánum sem fyrir eru (trén þola það ekki).
•    Gangið ávallt vel um leiktækin og allan garðinn og setjið rusl í þar til gerðar ruslatunnur.
•    Vinsamlega styttið ykkur ekki leið með því að fara yfir böndin sem sett voru upp til að hlífa nýjum plöntum og til að afmarka garðinn.
•    Hundaeigendur verða að hreinsa upp eftir hunda sína.
•    Bannað er að kveikja eld í garðinum nema í grillkolum í grillunum.  Ekki brenna í grillunum annað en grillkol.
Með von um að þið eigið ánægjulegar stundir í Raggagarði í sumar.

Með vinsemd og virðingu.

Vilborg Arnarsdóttir

Raggagarður