Súðavíkurhreppur styrkir garðinn

Súðavíkurhreppur styrkti Raggagarð um kostnaðinn við garðsláttinn sumarið 2017.   Það munaði garðinn gríðalega miklu og því var hægt að eyða meiru fé í viðhald í garðinum  síðasta sumar.  Auk þess fékk Raggagarður auka dag með vinnuskólanum í sumar.  Sveitarfélögin Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðabær, Strandabyggð ásamt Súðavíkurhrepp sendu vinnuskólana sína einn dag hver i garðinn til að hreinsa gróður og fegra garðinn fyrir sumarið.

SúðavíkurhreppurRaggagarður er byggður upp og rekin af áhugamannafélaginu Raggagarði og er því sjálfstæð eining sem er ekki á vegum sveitarfélaganna né Súðavíkurhrepps.  En stuðningur Súðavíkurhrepps og sveitarfélaganna er ómetanlegur fyrir litla áhugamannafélagið sem rekur stóran fjölskyldugarð fyrir Vestfirðinga og landsmenn alla.