Orkan styrkir Raggagarð

Þann 22. apríl 2005 opnaði ORKAN bensín nýja stöð við Álftaver í Súðavík og ákvað að styrkja gott málefni í Súðavíkurhrepp í leiðinni.

Niðurstaðan á fundi Gunnars Skarphéðinssonar og framkvæmdastjóra garðsins að Orkan styrki garðinn um fitness þjálfunar og leiktæki sem yrði í sér lundi fyrir orkuboltana.  Auk þess keypti Orkan birkiplöntur kringum orkulundinn góða.  Sport group tækið kostaði þá 449.000 kr og auk gróðurs alls um 600.000 kr.  Einnig fékk Orkan að setja hlið í garðinn með þeirra logo.

Þann 11 október síðastliðinn styrkti Orkan Raggagarð um 50.000 kr og verður fjármununum varið í áframhaldandi uppbyggingu í Raggagarði.

Þetta svæði fékk nafnið Orkulundur og er innan við efra leikjasvæði Raggagarðs.  Orkan  og skeljungur fá bestu þakkir fyrir þennan hlýhug til Raggagarðs.

Orkan

Orkulundur Raggagarði

Orkulundur 2005

Orkulundur 2

Orkan

Nýja skiltið í Orkulundinum.