Vinnuskólar sveitarfélaganna unnu í garðinum í lok júní.

Vinnuskóli Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkur, Súðavíkurhrepps og Strandabyggðar unnu í Raggagarði fram að hádegi og síðan gróðursetti hver hópur sitt tré við garðinn.  Síðan var grillað fyrir þau og þeim sögð saga Raggagarðs og fleira skemmtilegt. Að því loknu fengu þau að leika sér í garðinum fram að brottför.  Frábærir hressir krakkar og ljóst að garðurinn kæmist vart af án þeirra framlags og sveitarfélaganna.  Auk þess komu krakkarnir frá Súðavík og unnu aðra 4 tíma í garðinum aukalega.  Hjartans þakkir frá Raggagarði.Bolvíkingar Hólmavík Isfirðingar Súðavík