Vinnuskólarnir mæta í garðinn í sumar.

Ísafjarabær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur hafa samþykkt að krakkarnir í vinnuskóla þeirra mæti einn dag hver í sumar.  Munu krakkarnir vinna í hreinsun gróðurs fram yfir hádegi og síðan verður grillað fyrir krakkana og framkvæmdastjóri garðisns segir þeim frá sögu Raggagarðs.  Að því loknu fá þau tíma til að kynnast leiktækjunum og njóta hans þar til þau verða sótt.   Það er Raggagarði gríðalega mikils virði að fá margar hendur til að taka garðinn í gegn fyrir sumarið og eins að fá tækifæri til að kynna garðinn fyrir krökkunum og sögu hans.  Síðustu ár hafa þau gróðursett eitt tré fyrir hvert sveitarfélag í garðinum.

Gaman að vinna saman í Raggagarði .  Askur og Embla með hópinn.

Gaman að vinna saman í Raggagarði . Askur og Embla með hópinn.