Raggagarður opnar 1. júní 2017

Fjölskyldugarður Vestfjarða. Leikjasvæðið og Boggutún

Fjölskyldugarður Vestfjarða. Leikjasvæðið og Boggutún

Kæru vinir Raggagarðs.

Garðurinn verður opin frá 1. júní til 1. september 2017.

Ekki er ráðlegt að opna fyrr, þar sem skrúfað er fyrir allt vatn á salerninu á haustin og blásið lofti í leiðslur svo ekki frjósi á veturna.  Þó að það komi hlýinda kaflar þá er það mikið mál að opna og loka fyrir vatnið og garðurinn hefur ekki bolmagn til þess. Það  getur komið frost um nætur í maí.

Sjáumst í Raggagarði í sumar.