Raggagarður lokar um miðjan september.

Gert er ráð fyrir að salernishúsinu verði lokað eftir 5 september.   Það fer að líða að því að næturfrost verði á nóttuni og er vatnið tekið af yfir veturinn.   Einnig verða minni bekkir og borð sett inn í hús fyrir veturinn en þó verða hringborðin úti í vetur.  Garðurinn sem slíkur er ekki lokaður yfir veturinn en enga þjónustu er að fá eins og salerni og grillaðstöðu er hægt að fá nema á sumrin.    Aðstaðan í Raggagarði er til fyrirmyndar og er útivaskur við salernishúsið. Tunnur fyrir dósir og rusl á palli og gestabók í plastboxi á pallinum ásamt söfnunarbauk garðsins.   Rampur er upp á pallinn við salernishúsið svo bæði kerrur og hjólastóla komast upp og skiptiborð fyrir ungabörn á salerninu.   Umgengni við garðinn hefur verið til fyrirmyndar hjá gestum garðsins eins og alltaf.

Salernishúsið ásamt aðstöðu og gestabók  og baukur á vegg hússins.

Salernishúsið ásamt aðstöðu og gestabók og baukur á vegg hússins.