Leyndardómar Raggagarðs.

Þegar Bogga fór af stað fyrir 11 árum með hugmyndina að fjölskyldugarði þá hafði ég ekki hugmynd um hvert það myndi leiða mig í því verkefni.  Haustið 2003 var búið að safna 43.000 kr fyrir kleinubakstur.   Í janúar var svo stofnað Áhugamannafélag um uppbyggingu garðsins og sótt um styrki meðal annars í Pokasjóð.  Hafði þessar 43. þús kr ásamt rissi á blaði um það svæði sem ég sótti um hjá sveitarfélaginu og litla tiltrú manna á þessu, þó að þeim findist hugmyndin góð.

Ég leitaði að fyrirtækjum sem selja leiktæki og bað um að fá senda bæklinga vestur á firði.  Ég fékk þó frá einum af þrem seljendum stórann doðrant frá Jóhanni Helga og Co sem flytur leiktæki frá Lappset. Ég fer síðan í byrjun maí til Reykjavíkur á ferðakynningu í Laugardalshöll á vegum Sumarbyggðar og hitti þennan Jóhann.  Hann var boðinn og búin að fara með mér um bæinn og sýna mér leiktæki frá sér.  Ég afþakkaði boðið þar sem ég færi vestur daginn eftir.  Síðan fæ ég hringingu um að vera lengur í Reykjavík þar sem Vá-Vest hópurinn sem ég var í, hafði unnið til foreldraverðlauna heimilis og skóla.  Ég hringdi í Jóhann og sagði að ég hefði tíma í bíltúr og skoða leiktæki.  Á meðan ég beið úti eftir að vera sótt,  hringir maðurinn minn og segir mér að Raggagarður hefði fengið 1 milj kr í styrk.  Auðvitað var Jóhann steinhissa að sjá Boggu hoppandi af gleði á gangstéttinni þegar hann kom og sótti mig.

Hann vildi vita eitthvað um þetta verkefni og ég sagði honum þá að ég hafði hugsað mér að eyða þeim tíma sem ég annars hefði átt með Ragnari mínum í garðinn.   Ég sagði honum frá því að sonur minn hefði látist 2001 í bílslysi og hvað ég var að hugsa.    Ég fékk fullan skilning á þessu og í ljós kom að hann hafði sjálfur misst ungan son sinn 8 ára 2003.  Við náðum algjörlega saman um það sem ég var að hugsa varðandi Raggagarð og hafa þau hjónin stutt okkur í Raggagarði æ síðan með góðum afslætti og hann varð til þess að fyrirtækið Lappset í Finnlandi gaf garðinum Ask og Emblu.  Þetta er bara ein saga af svo ótal mörgum af tilviljunum sem hafa átt sér stað varðandi Raggagarð eða maður er leiddur að því fólki sem getur lagt verkefninu lið.  Ef einhverjar dyr lokuðust þá opnuðust aðrar.  Ég ákvað að láta bara eina sögu af hundruðum sagna um þetta flakka hér.

Ég áttaði mig flótt á því,  að það eru æðri máttarvöld sem hafa styrt þessu verkefni og leitt mig áfram.  Ég kann ekki skýringu á því til að segja frá.  Fyrir mér var það ljóst að það eru englar og vættir sem halda verdarhendi sinni yfir garðinum og öllu því sem að honum snýr.  Ég efa það ekki að það mikla hjarta sem vestfirðingar og aðrir hafa lagt í garðinn hafi þar líka einhver áhrif.  Nú er fólk farið að sjá það,  fleiri en ég,  að það eru einhverjir töfrar í kringum garðinn. Meira að segja þegar þau í Sumardögum komu til að taka viðtal leyst mér ekki á blikuna þar sem það ringdi mikið um morgunin.  En það stytti upp þegar þau komu og ringdi aftur þegar þau voru farin.  Á afmælisdaginn var aldrei efi í mér að það yrði gott veður því ég vissi að æðri máttarvöld hjálpuðu til enda var það raunin.  Veðrið gat varla verið betra.  Daginn eftir var komin hrissings kuldi og dagin fyrir afmæli var súld og rigning á köflum.  Það væri hægt að skrifa heila bók um þessar tilviljanir varðandi garðinn.

Steinverkið Umhyggja á svo sannarlega við í Raggagarði.

Steinverkið Umhyggja á svo sannarlega við í Raggagarði.

 

Daginn fyrir afmæli Raggagarðs 8. ágúst kom til mín gamall maður sem sagði mér, að sér hafi verið sagt að þessi garður væri með svo miklum kærleika og ljósi að handan og miklir góðir vættir sem héldu utan um garðinn.  Hann vildi vera fyrstur til að heita á Raggagarð og lét mig hafa áheitarfé fyrir 10.000 kr.   Hann sagði að Raggagarður væri ekki síðri en Strandakirkjan fræga og þetta var haft eftir fólki sem við ekki sjáum,  en hann sér og heyrir í.  Síðan þá eru komin þrjú áheit á garðinn.  Við höfum ákveðið að hafa sérstaka áheitabók fyrir þá sem vilja.

Áheitarreikningurinn er;     kennitala  440304-4350.   Banka og reikningsnúmer er 0156  -15-  310001.

Það er ekki tilviljun að listaverkið  Umhyggja er við stefni bátsins.