Fólkið á bak við Raggagarð.

Raggagarður væri ekki til nema fyrir tilstilli  fólks sem hefur staðið vel við bakið á upphafsmanni og framkvæmdastjóra garðsins og hafa unnið öll þessi ár við uppbygginguna á garðinum.  Þar má nefna stjórn Raggagarðs sem eru utan framkvæmdastjóra;  Sigurdís Samúelsdóttir, Anne Berit Vikse, Barði Ingibjarsson og Oddný Elínborg Bergsdóttir sem mætir í fjarveru Jónasar Ágústssonar.   Þau hafa tekið að sér að steypa undirstöður undir leiktækin, smíðað palla, rampa, málað og svo ótal margt utan auglýstra vinnudaga.  Þau taka virkan þátt í að telja úr dósatunnum garðsins á sumrin og vakta garðinn í fjarveru framkvæmdastjóra og skipa með sér að vakta garðinn á veturna.  Þau hafa tekið virkan þátt í þeim uppákomum sem hafa verið í gegnum árin á vegum Raggagarðs. Það er stjórn garðsins fyrir vestan sem hefur séð um að setja alla lausamuni garðsins inn í kofa á hausti og út að vori.  Allt þetta er unnið í sjálfboðavinnu og gleymist að skrá niður í greinagerðir garðsins.
Einnig vil ég nefna sérstaklega manninn á bak við tjöldin sem lítið hefur farið fyrir í upplýsingum um garðinn.  Hann hvatti konu sína til að láta slag standa og fara af stað með þetta haustið 2003.   Öll þau leiktæki sem sett hafa verið niður í Raggagarði þessi 11 ár,  eru sett saman af Halldóri Má Þórissyni ( Dóri ) eiginmanni Boggu.  Hann hefur jafnframt séð um að laga leiktækin, þegar þess er þörf og einnig hefur hann slegið garðinn endurgjadslaust í mörg ár.  Þessi vinna Dóra hefur í fæstum tilfellum verið skráð en það eru ótal vinnustundirnar sem hann hefur lagt til garðsins í gegnum tíðina.  Það hefur ekki verið haldið utan um vinnustundirnar í greinargerðum garðsin sem hann hefur unnið.

Vinnan við Raggagarð á vinnudögum hefur í flest öllum tilfellum öll árin verið í höndum heimamanna í Súðavík ásamt sumarbúum og gestum Súðavíkur.   Styrktaraðilarinir eru orðnir 130 alls og hafa þeir bæði styrkt garðinn með fé og eins vinnu og efni eða í formi afláttar.  Styrkirnir koma margir frá fyrirtækjum, stéttarfélögum á Vestfjörðum og víðar en einnig frá fyrirtækjum víðar á landinu og jafnvel utan landsteinanna.

Þessi garður er byggður upp með hug hjarta og höndum heimamanna og annara velunara garðsins frá upphafi.  Allir sem einn hafa gert kraftaverk.

Stjórn Raggagarðs. Bogga, Barði, Anne, Dísa og Oddný. Það vantar Jónas á mynd

Stjórn Raggagarðs. Bogga, Barði, Anne, Dísa og Oddný. Það vantar Jónas á mynd

Dóri að taka við steypu frá Vesttfiskum 2007 í Raggagarði

Dóri að taka við steypu frá Vesttfiskum 2007 í Raggagarði

Dóri að setja saman lestina 2008.

Dóri að setja saman lestina 2008.

Halldór Már Þórisson (Dóri) og Vilborg Arnarsdóttir (Bogga)

Halldór Már Þórisson (Dóri) og Vilborg Arnarsdóttir (Bogga)