Saga gosbrunnsins í Raggagrði

Vorið 1996 eða var fengin listamaður til Súðavíkur til að gera skemmtilega viku með börnum í Súðavíkurskóla tengt listum.  Það var ákveðið að gera gömlu sundlaugina ofan við Árnes að Sumarhvammi.  Hlaðið var grill í eitt hornið á lauginni og börnin máluðu myndir á veggi sundlaugarinnar utan sem innan ásamt fleiru.  Í að minsta þrír nemendur tóku það verkefni að sér að búa til vatns gosbrunn úr efni sem þau fundu sem enginn hafði not fyrir þá.  Þau fundu snigil og bobbing og fleira efni úr járni.  Þetta voru Ragnar Freyr Vestfjörð, Ásta ýr Esradóttir og einhverjir aðrir en ekki er búið að finna út úr því.  Haldór Már.  fósturfaðir Ragnars flutti efniviðinn fyrir þau upp að Orkubúinu þar sem Elvar Ragnarsson heitin sauð þetta saman fyrir þau.  Einnig voru þarna einhverjir þunnir armar þar sem vantið átti að renna á en er löngu brotið af.  Þessu var komið fyrir í dýpsta enda sundlaugarinnar og vatnslanga tengd við bobbinginn svo að vatn seitlaðist niður aðeins þennan dag sem sumarhvammur var kláraður með veislu heimamanna, foreldra og barna.

Þennan Sumarhvamm og sælureit ætlaði svo sveitarfélagið að sjá um að viðhalda sem skemmtilegan útivistarreit í framtíðinni.  Eitthvað hefur það farið forgörðum og það sem var tyrft var óslegið og allt í reiðuleysi.  Gosbrunnurinn lá þarna á ská í botninum á sundlaugini í all mörg ár.  Það hefur líklega verið í kringum 2005 sem framkvæmdastjóri Raggagarðs (mamma Ragga) tók gosbrunninn og geymdi í bílskúr til margra ára og ætlunin var að setja hann upp í tjörn á útivistarsvæðinu í Raggagarði  Nú er tjörnin loksins komin og vatnsnígillinn kominn í tjörnina eftir að Finnbogi Bernódusson í Mjölni Bolungarvík sauð undir hann góðan standara og betri stút fyrir vatnið ásamt fleiri lagfæringum og gaf sína vinnu og efni við það.

Það er gaman að því að handverk Ragga sé komið í Raggagarð og þar sem því er sómi sýndur.  Það  á hvergi betur við  19 árum eftir að snigillinn var smíðaður.  Litla tjörnin er aðeins til að njóta sjónrænt og ekki er gert ráð fyrir því að börn vaði eða kasti grjóti, eða leiki sér í tjörninni.  Ég vil byðja foreldra að brýna það fyrir börnum sínum.

Tjörnin og gosbrunnurinn í Raggagarði og listaverkið Tveir Heimar

Tjörnin og gosbrunnurinn í Raggagarði og listaverkið Tveir Heimar

Gosbrunnurinn í Raggagarði.

Gosbrunnurinn í Raggagarði.