Útivistarsvæðið Boggutún í Raggagarði

Nýja svæðið sem var opnað formlega 8. ágúst er sælureitur fyrir alla að skoða.   Þarna er frábær aðstaða fyrir hópa, félagssamtök og starfsmannafélög til að vera með fjölskyldudag í garðinum.  Sumarið 2016 verður hægt að leigja einn kofa og eitt grill eða tvo kofa og tvö grill á útivistarsvæðinu til að grilla saman og verður þá hægt loka svæðinu með skilaboðum við innganginn á meðan grillað er í 1 til 3 tíma.

Eingöngu verður hægt að leigja kofa og grill ef pantað er með góðum fyrirvara hjá áhugamannafélaginu Raggagarði á netfangið   raggagardur@simnet.is. 

Á Boggutúni eru engin leiktæki fyrir börn en svæðið er gert með tilvísun í Vestfirska náttúru og sögu ásamt þjóðtrú.  Þarna er Álfasteinn, Dvergasteinar, Grjótaþorp, holugrjót frá Hvítanesi, listaverk eftir gerði Gunnarsdóttur, hringborð með 12 sætum og nöfn allra bæja og þorpa á vestfjörðum svo eitthvað sé nefnt.  Einnig er þarna tjörn með vatnsnigli, brú og bátasvið og áhorfendasvæði.

Vinsamlega hafið það í huga að skilja börn ekki eftir ein í garðinum og athugið að tjörnin og fleira er til skrauts og alls ekki ætlað fyrir börn að vaða í eða leika sér að kasta grjóta eða annað í tjörnina.

Boggutún. Nýja útivistarsvæði Raggagarðs

Boggutún. Nýja útivistarsvæði Raggagarðs

Yfirlitsmynd af Raggagarði

Yfirlitsmynd af Raggagarði