10 ára afmælishátíð og opnun útivistarsvæðis.

Afmælishátíð Raggagarðs var ekki bara stórafmæli, því nýja útivistarsvæðið var opnað formlega og fékk nafnið BOGGUTÚN.  Einnig var formlegum framkvæmdum lokið á þessum degi þó svo að það náðist ekki að klára að gera rekaviðarskóginn.  Ekki fannst rekaviður við hæfi þetta árið en verður bara klárað á því næsta.  Þetta voru stór tímamót hjá Raggagarði eftir 11 ára uppbyggingu garðsins.

Byrjað var kl; 10.30 með leikjum á leikjasvæðinu og fjölgaði börnum jafnt og þétt fram að hádegi.

Hátíðardagskráin byrjaði með því að Barði Ingibjartsson sagði nokkur orð  og  Oddný Bergsdóttir og Sigurdís Samúelsdóttir klypptu á borðann á brúnni og upplýst þeirra val á nafni á túnið.  Síðan tók Pétur Markan sveitastjóri Súðavíkur til máls.  Gerður Gunnardóttir myndhöggvari sagði nokkur orð og listaverkin afhjúpuð.  Séra Magnús Erlingsson blessaði garðinn.  Framkvæmdastjóri (Bogga) sagði líka nokkur orð til minningar um Jónbjörn og hélt smá ræðu.  Síðan sagði Elísa Halldórsdóttir nokkur orð ásamt Ómari Má Jónsyni.  Jónas Ágústsson afhenti Raggagarði að gjöf, gjafabréf frá Sumarbúum í Súðavík.

Benedikt Sigurðsson Bolungarvík frumflutti lag og texta sem hann samdi um Raggagarð og síðan spiluðu þeir lag fyrir alla aldurshópa, Bennis sig og félagar ásamt Gumma Hjalta.

Snillingarnir og leikararnir Gunnar Helgason og Jói G fóru á kostum.  Gunni las fyrir krakkana í Dalshúsi á meðan hátíðardagskrá fór fram og síðan skemmtu þeir  gestum á bátasviðinu.Einar Mikael töframaður heillaði áhorfendur upp úr skónum enda allir þrír snillingar á sínu sviði.  Örn Ingólfsson flaug yfir svæðið og lét Góu karmellur rigna yfir túniní boði Góu sælgætisgerðar og Arnar Ingólfssonar.
Hjónin Eggert, Michelle Nielson ásamt Lory Kelly frá Virginíu USA tóku lagið í garðinum.  Grillaðar voru SS pylsur og allir fengu Egils appelsín í boði Ölgerðarinnar og börnin fengu princ póló í boði Ásbjörns Ólafssonar heildsala.

Það var mikið rennerí að fólki allann daginn.  Sumir komu snemma og fóru snemma og aðrir komu seinna og voru til loka dagskrár.  Líklega hafa komið í garðinn milli 600-700 manns á afmælisdaginn.  Dreifðist mannfjöldinn nú á tvö svæði í stað eitt svæði áður.

Það voru ekki bara Vestfirðingar sem komu til að fagna með okkur þennan dag.  Þarna voru mætt fólk alla leið frá Noregi, Svíþjóð, Virginíu USA, Selfossi, Keflavík og Akureyri svo dæmi séu tekin.

Takk allir sem fögnuðu með okkur þennann fallega dag og hjartans þakkir til allra sem hjálpuðu okkur að gera þennan dag svo frábæran, hvort sem er skemmtiatriði eða sjálfboðaliðana sem grilluðu, skreyttu garðinn og tóku til á eftir afmælið.
Mikill fjöldi í afmæli Raggagarðs.

Mikill fjöldi í afmæli Raggagarðs.

Séra Magnús blessaði Raggagarð

Séra Magnús blessaði Raggagarð

Gunni Helga og Jói G að skemmta á Bátasviðinu.

Gunni Helga og Jói G að skemmta á Bátasviðinu.

Einar Mikael Töframaður heillaði krakkana og alla.

Einar Mikael Töframaður heillaði krakkana og alla.

Eggert, Michelle og Lori Kelley

Eggert, Michelle og Lori Kelley

Benni Sig og félagar ásamt Gumma Hjalta

Benni Sig og félagar ásamt Gumma Hjalta