Framkvæmdir hófust á fullu í garðinum 14 júlí.

Þann 14. júlí mætti Vilborg Arnarsdóttir(Bogga) ásamt eiginmanni sínum Halldóri Má Þórissyni (Dóri) til þess að klára framkvæmdirnar við garðinn fyrir afmæli hans 8. ágúst 2015.  Byrjað var á því að taka þann efnivið sem til var og nýta í smíðarnar.  Dóri smíðaði lausa skjólveggi á milli geymsluhúsana.  Bogga smíðaði Borð og bekki í Dalshús.  Einnig var farið í að mála öll leiktæki í garðinum á morgnana þega veður var gott á meðan beðið var eftir vinnuvél á nýja svæðið.  Var haldin einn vinnudagur í garðinum frá kl; 13.00 til 17.00. Tækin í Orkulundinum voru máluð ásamt einni umferð á brú og bátasviðið.  Það mættu 6 manns á vinnudaginn.  Oft var svo mikil traffík í garðin að vonlaust var að mála þar nema snemma morguns.  Einnig voru gömlu skógarskiltin tekin í gegn og málað í stafi og borið á þau fúavörn.  Það sást nokkuð mikið á skógarskiltunum og leiktækjunum eftir vonsku veður í lok vetrar. Einnig var borið á salernishúsið og var Oddný og Anna Lind búnar að bera á geymsluhúsin að framan.

Síðan var hafist handa við að búa til tjörnina og Tígur ehf setti steina norðan megin við brúna og setti efni uppað brúni og fleira.  Það tók all langan tíma að finna hellugrjót í fjörunni og safna því saman í hrúgu og raða ofan á tjarnardúkinn en hafðist að lokum.

Síðustu vikuna fyrir afmæli var unnið að miklu kappi.  Tígur ehf Gerði holur fyrir listaverkin í garðinum og gerði 40 metra göngustíg frá brú og í átt að lóðarmörkum.  Einnig lagaði Tígur ehf svæðið ofan við minningarreitin og skóf burtu órægt  og sletti svæðið.  Þotan ehf í Bolungarvík útvegaði okkur 100 fermetra af torfi til að laga á útivistarsvæðinu og Dóri sótti torfið í tveimur ferðum til Bolungarvíkur á pallbíl Félaga ehf.   Rafskaut á ísafirði kom og tengdi rafmagn frá salernishúsi að bátasviði ásamt því að skipta um útsláttarrofa í salernishúsi.

Vstfirskir Verktaka steyptu háa sökkla undir listaverkin og komu og settu þau niður með okkur Gerði Gunnars og fleirum.  Garðar Sigurgeirsson sá svo um að festa listaverkunum á stöplana.  Tígur ásamt Boggu Dóra, Barða og Finni Jónssyni settu fallega möl sem Kubbur efh á Ísafirði kom með fyrir garðinn ofan á göngustíg og það svæði sem þurfti að fegra með fallegri möl.  Finnur Jónsson framkvæmdastjóri Isangling sótti vatnssniglil frá Bolungarvík, sem fara átti í tjörnina.  Snigillinn var búin að vera hjá Finnboga Bernodussyni í Mjölni, þar sem smíða þurfti undistöður og smávegis lagfæringar.  Valgeir Scott pípari kom og tengdi vatnslöngu við salernishúsið og við snígilinn í tjörninni.  Allt tókst þetta á síðustu metrunum um miðnætti  fyrir afmæli.

Síðustu tveir dagar fyrir afmæli var unnið frá snemma morguns fram að miðnætti.  Það var erfitt að fá aðstoð þar sem sumri voru fjarverandi í sumarfríi og aðrir að undirbúa Bláberjadaga hátíðina á vegum Súðavíkurhrepps.  Barði, Oddný og Dísa í stjórn garðsins hjálpuðumst að, að klára garðinn ásamt Dóra mínum, Finni Jónssyni og Halldóri Jónbjörnssyni sem hjálpaði okkur að tyrfa og raka.  Dóri sló garðinn þar sem þurfti og fl.

Dóri Draumur að smíða skjólveggi á milli geymsluhúsa

Dóri Draumur að smíða skjólveggi á milli geymsluhúsa

Bogga að saga niður í skjólveggina

Bogga að saga niður í skjólveggina

Liset og Jóhanna að mála Orkulundinn á vinnudaginn.

Liset og Jóhanna að mála Orkulundinn á vinnudaginn.

Oddný og Hulda máluðu Brú og bát og síðan í stafina á nýju skiltunum.

Oddný og Hulda máluðu Brú og bát og síðan í stafina á nýju skiltunum.