Framkvæmdir hófust í lok maí 2015

Tígur ehf í Súðavík fékk það verkefni að drena og laga bílastæðið ofan við Raggagarð í maí og var því lokið í júní.  Einnig sáu þau um að færa skógarskiltin með stærstu styrktaraðilunum frá salernishúsinu og setja þau niður fyrir ofan bílastæðið.  Það var Sigurdís Samúelsdóttir í stjórn Raggagarðs sem sá um þessa framkvæmd.  Barði Ingibjartsson og Anne Berit Vikse í stjórn garðsins smíðuðu annan ramp við Aparóluna í júní.  Ísblikk ehf á Ísafirði gaf Raggagarði plöturnar fyrir skiltið á Ask og Emblu sem prentað var á af Fánasmiðjunni.  Einnig festu þeir  Marinó og félagar merkið upp fyrir 4 júlí.

Barði og Anne Berit við smíðar

Barði og Anne Berit við smíðar

Skógarskiltin með stærstu styrktaraðilum garðsins.

Skógarskiltin með stærstu styrktaraðilum garðsins.

Skilti á milli Asks og Emblu við inngang Raggagarðs.

Skilti á milli Asks og Emblu við inngang Raggagarðs.