Viðburðarríkt sumar í Raggagarði.

Raggagaðrur hefur líklega brotið blað í sögu Vestfjarða.

Þann 17. júlí komu sex vaskir drengir í vinnuskóla Bolungarvíkur í garðinn ásamt verkstjóra sínum og tóku til hendinni við að hreinsa gróður og fleira á leikjasvæðinu í garðinum.  Þann 22, júlí mættu svo sex ungmenni vinnuskólans frá Ísafjarðabæ ásamt tveimur verkstjórum sínum og kláruðu það verk og meira til.  Vinnuskólarnir unnu fram yfir hádegi og þá var grillað hamborgarar á línuna og síðan fengu þau fræðslu um sögu garðsins ásamt því hvað þau gætu hugsanlega lært af svona verkefni.   Svo var þeim sýnt hvernig leiktækin fyrir ungmenni á efra svæðinu væru notuð og  þau fengu fjálsan tíma til að prófa öll leiktækin.  Að endingu gróðursetti hvor hópur fyrir sig eitt tré fyrir sitt sveitarfélag í garðinum.  Þetta var með því skemmtilegasta sem Bogga hefur gert að fá tækifæri til að vinna með og fræða ungmenninn um garðinn og bað þau um að standa fast á sýnum eigin draumum í framtíðinni hver sem hann er.
Vonadi er þetta bara byrjun á góðu samstarfi Raggagarðs og vinnuskólanna þriggja, Súðavík, Ísafirði og Bolungarvík og þetta verði endurtekið næstu árin og viðhalda því hjarta og kærleika sem svo sannarlega er í fjölskyldugarði Vestfjarða.

Ungmennin í vinnuskóla Bolungarvíkur í Raggagarði.

Ungmennin í vinnuskóla Bolungarvíkur í Raggagarði 17 júlí.

Vinnuskólinn á Ísafirði mætti í vinnu 22 júlí.

Vinnuskólinn á Ísafirði mætti í vinnu 22 júlí.