Skipulag Raggagarðs

Landslagsarkitekinn og vestfirðingurinn Sigurður Friðgeir Friðriksson er nú að leggja lokahönd á að hanna útivistarsvæði innan til við núverandi leiksvæði  í samvinnu við áhugamannafélagið.

Á útivistarsvæðinu er áætlað að búa til útisvið og mön fyrir áhorfendur til að sitja á.  Litla tjörn, rekaviðarskóg, 18 brauta minigolf, listaverkalund og ótal margt fleira sem skemmtilegt væri að skoða.  Áætlað er að þetta svæði yrði tilbúið eftir 4 til 5 ár.

Ef fjármagn leyfir þá verður bytjað í sumar á þessu svæði.  Sigurður setti upp í teikniforriti fyrir leikjasvæðið sem þegar var byrjað á þegar félagið Raggagarður var svo heppinn að kynnast þssum frábæra landslagsarkitekt sem er einn af mörgum góðum vinum garðsins.  Þess má geta að framkvæmdir í garðinum er algjörlega háð styrkjum og fjárframlögum og er aldrei framkvæmt meira en fé er til hverju sinni.

Sigurður-Friðgeir-Friðriksson1-648x250