Boggukleinur í Raggagarði

Eins og flestum er kunnugt hefur verið bakað um 4 tonn af kleinum á þessum 10 árum sem garðurinn hefur verið í uppbyggingu.  Einnig hefur verið boðið upp á Boggu-kleinur og kaffi á vinnudögum þetta tímabil.  Kleinurnar hafa mætt í kleinu keppni á Sæluhelgi í fjögur skipti og öll skiptinn unnið titilinn BESTA KLEINAN.   Uppskriftin hefur ekki verið gefin upp til þessa en að tilefni af 10 ára afmæli Raggagarðs verður uppskriftin til sölu á postulínsdiski.  Diskurinn kostar 4000 kr og er ágóðinn til styrktar Raggagarði.  Aðeins verður til sölu takmarkað magn á afmælinu.  Hægt er að panta eintak af diskinum, með því að senda póst á raggagardur@simnet.is

Boggukleinur í Raggagarði

Boggukleinur í Raggagarði

Leikskólar duglegir að heimsækja garðinn

Leikskólar á norðanverðum vestfjörðum hafa verið duglegir að heimsækja garðinn og leyfa krökkunum að njóta hans einn dag á sumri.  Virkilega gaman af því.

Leiksólabörn í heimsókn í garðinum.

Leiksólabörn í heimsókn í garðinum.

Leiksólabörn í heimsókn í blíðuni.

Leiksólabörn í heimsókn í blíðuni.

Vestfjarðavíkingar -Kraftamenn í Raggagarði 3 júlí.

Vestfjarðarvíkingurinn verður í Raggagarði föstudaginn 3. júlí kl; 15.00.   Þetta er í þriðja sinn sem keppt er í steinapressu í Raggagarði.  Þeir kepptu fyrst 2009 og aftur 2011.

Frá Vestfjarðavíkingnum 2011

Frá Vestfjarðavíkingnum 2011

Vestfjarðavíkingar 2011

Vestfjarðavíkingar 2011