Magnaðir vættir og töfrar á afmælisdegi Raggagarðs 8 ágúst 2015

Mikil gleði og mögnuð samverustund var á 10 ára afmæli Raggagarðs sem heppnaðist með afbrygðum vel í alla staði.   Bæði börn og fullorðnir áttu vart orð yfir mögnuðum degi sem var töfrum líkast enda eru góðir vættir sem hafa haldið verndarhendi sinni yfir garðinum frá fyrstu byrjun.  Okkur í stjórn Raggagarðs langar að þakka öllum aðilum sem komu fram á afmælinu um borð í Bessa í hátíðardagskránni, ræðumönnum sem sögðu falleg orð, skemmtikröftunum sem gerðu daginn ógleymanlegan fyrir alla ásamt tónlistarfólkinu og þá sem hjálpuðust að við að grilla og allan undirbúning.  Einnig öllum styrktaraðilum sem komu að þessu afmæli.  Ég vil óska öllum til hamingju með garðinn.  Án allra sjálfboðaliðanna sem gerðu garðinn og styrktaraðila garðsins væri enginn Raggagarður til.  Ég er næsta viss um að þessi dagur verður ógleymanlegur hjá börnunum sem mættu í garðinn þennan dag.  Þetta er stærsta barnahátíð sem Raggagarður hefur haft til þessa.

Gleði barnanna var mikil og mögnuð töfrabrögð

Gleði barnanna var mikil og mögnuð töfrabrögð

Börnin tóku sprett til að næla sér í karmellur

Börnin tóku sprett til að næla sér í karmellur

Hjartans þakkir allir.

Á næstu dögum og vikum ætlum við að tína inn myndir af afmælinu hér á síðuna og eins á Raggagarður á facebook.com. og segja nánar frá útivistarsvæðinu.

Vilborg Arnarsdóttir (Bogga)

Formaður stjórnar og framkvæmdastjóri Raggagarðs.

10 ára afmæli Raggagaðs. Barna og fjölskylduhátíð.

Frá kl; 10.30 til 11.30.00. Leikir á vegum stjórnar Raggagarðs fyrir krakka á öllum aldir á leikjasvæðinu.

Frá kl; 11.30 til 13.00.   Gestir mæta með nestiskörfuna sína og borða nesti í garðinum.

Kl 13.00. Hátíðardagskrá  byrjar á nýja útivistarsvæðinu.

  • Opnun útivistarsvæðisins og því gefið nafn.

  • Afhjúpun listaverka frá Gerði Gunnarsdóttur myndhöggvara.

  • Séra Magnús Erlingsson prestur á Ísafirði blessar garðinn.blaðra

  • Minnst á góða vini Raggagarðs sem hafa fallið frá.

  • Ávarp framkvædastjóra garðsins og ásamt fleirum.

  • Benni Sig frumflytur lag og texta eftir hann um Raggagarð.

Gunnar Helga og Jói G  ( úr Stundinni okkar) og Gunni lesa sögur fyrir yngstu börnin á meðan hátíðardagskrá fer fram.

14.10. – 14.35.  Gunni Helga og Jói G leikarar skemmta á Bátasviðinu.  

15.00.  SS pylsur verða grillaðar  og allir fá Egilsappelsín í boði Egils og börn fá líka Prince Póló í boði Heildsölu Ásbjörns Ólafssonar.

14.35 . – 15.30.  Benni Sig, Gummi Hjalta og  félagar munu halda uppi fjöri í  garðinum með skemmtilegri tónlist.   Brjáluð stemming.

15.30.  – 15.45.  Eggert og Michelle Nielson tekur nokkur lög ásamt Lory Kelly.

15.50. Rignir Góu karmellum yfir garðinn.

16.00. – 16.30.   Einar Mikael sýnir mögnuð töfrabrögð í Raggagarði.

16.30. – 18.00.   Tónlist í garðinum.

Styrktaraðilar afmælisins eru;  Ölgerðin, Ásbjörn Ólafsson heildsala, Flugfélag Íslands, Bílaleiga Akureyrar, Sælgætisgerðin Góa og Uppbyggingarsjóður Vestfjarða.

Það er frábært tjaldstæði Súðavíkur ekki langt frá Raggagarði og er frítt fyrir börn yngri en 16 ára þessa helgi í tilefni af afmæli garðsins.

Sjá  dagskrá líka á facebook.com

Allir hjartanlega velkomnir.     Sjáumst í  Raggagarði.