Útivistarsvæðið Boggutún í Raggagarði

Nýja svæðið sem var opnað formlega 8. ágúst er sælureitur fyrir alla að skoða.   Þarna er frábær aðstaða fyrir hópa, félagssamtök og starfsmannafélög til að vera með fjölskyldudag í garðinum.  Sumarið 2016 verður hægt að leigja einn kofa og eitt grill eða tvo kofa og tvö grill á útivistarsvæðinu til að grilla saman og verður þá hægt loka svæðinu með skilaboðum við innganginn á meðan grillað er í 1 til 3 tíma.

Eingöngu verður hægt að leigja kofa og grill ef pantað er með góðum fyrirvara hjá áhugamannafélaginu Raggagarði á netfangið   raggagardur@simnet.is. 

Á Boggutúni eru engin leiktæki fyrir börn en svæðið er gert með tilvísun í Vestfirska náttúru og sögu ásamt þjóðtrú.  Þarna er Álfasteinn, Dvergasteinar, Grjótaþorp, holugrjót frá Hvítanesi, listaverk eftir gerði Gunnarsdóttur, hringborð með 12 sætum og nöfn allra bæja og þorpa á vestfjörðum svo eitthvað sé nefnt.  Einnig er þarna tjörn með vatnsnigli, brú og bátasvið og áhorfendasvæði.

Vinsamlega hafið það í huga að skilja börn ekki eftir ein í garðinum og athugið að tjörnin og fleira er til skrauts og alls ekki ætlað fyrir börn að vaða í eða leika sér að kasta grjóta eða annað í tjörnina.

Boggutún. Nýja útivistarsvæði Raggagarðs

Boggutún. Nýja útivistarsvæði Raggagarðs

Yfirlitsmynd af Raggagarði

Yfirlitsmynd af Raggagarði

10 ára afmælishátíð og opnun útivistarsvæðis.

Afmælishátíð Raggagarðs var ekki bara stórafmæli, því nýja útivistarsvæðið var opnað formlega og fékk nafnið BOGGUTÚN.  Einnig var formlegum framkvæmdum lokið á þessum degi þó svo að það náðist ekki að klára að gera rekaviðarskóginn.  Ekki fannst rekaviður við hæfi þetta árið en verður bara klárað á því næsta.  Þetta voru stór tímamót hjá Raggagarði eftir 11 ára uppbyggingu garðsins.

Byrjað var kl; 10.30 með leikjum á leikjasvæðinu og fjölgaði börnum jafnt og þétt fram að hádegi.

Hátíðardagskráin byrjaði með því að Barði Ingibjartsson sagði nokkur orð  og  Oddný Bergsdóttir og Sigurdís Samúelsdóttir klypptu á borðann á brúnni og upplýst þeirra val á nafni á túnið.  Síðan tók Pétur Markan sveitastjóri Súðavíkur til máls.  Gerður Gunnardóttir myndhöggvari sagði nokkur orð og listaverkin afhjúpuð.  Séra Magnús Erlingsson blessaði garðinn.  Framkvæmdastjóri (Bogga) sagði líka nokkur orð til minningar um Jónbjörn og hélt smá ræðu.  Síðan sagði Elísa Halldórsdóttir nokkur orð ásamt Ómari Má Jónsyni.  Jónas Ágústsson afhenti Raggagarði að gjöf, gjafabréf frá Sumarbúum í Súðavík.

Benedikt Sigurðsson Bolungarvík frumflutti lag og texta sem hann samdi um Raggagarð og síðan spiluðu þeir lag fyrir alla aldurshópa, Bennis sig og félagar ásamt Gumma Hjalta.

Snillingarnir og leikararnir Gunnar Helgason og Jói G fóru á kostum.  Gunni las fyrir krakkana í Dalshúsi á meðan hátíðardagskrá fór fram og síðan skemmtu þeir  gestum á bátasviðinu.Einar Mikael töframaður heillaði áhorfendur upp úr skónum enda allir þrír snillingar á sínu sviði.  Örn Ingólfsson flaug yfir svæðið og lét Góu karmellur rigna yfir túniní boði Góu sælgætisgerðar og Arnar Ingólfssonar.
Hjónin Eggert, Michelle Nielson ásamt Lory Kelly frá Virginíu USA tóku lagið í garðinum.  Grillaðar voru SS pylsur og allir fengu Egils appelsín í boði Ölgerðarinnar og börnin fengu princ póló í boði Ásbjörns Ólafssonar heildsala.

Það var mikið rennerí að fólki allann daginn.  Sumir komu snemma og fóru snemma og aðrir komu seinna og voru til loka dagskrár.  Líklega hafa komið í garðinn milli 600-700 manns á afmælisdaginn.  Dreifðist mannfjöldinn nú á tvö svæði í stað eitt svæði áður.

Það voru ekki bara Vestfirðingar sem komu til að fagna með okkur þennan dag.  Þarna voru mætt fólk alla leið frá Noregi, Svíþjóð, Virginíu USA, Selfossi, Keflavík og Akureyri svo dæmi séu tekin.

Takk allir sem fögnuðu með okkur þennann fallega dag og hjartans þakkir til allra sem hjálpuðu okkur að gera þennan dag svo frábæran, hvort sem er skemmtiatriði eða sjálfboðaliðana sem grilluðu, skreyttu garðinn og tóku til á eftir afmælið.
Mikill fjöldi í afmæli Raggagarðs.

Mikill fjöldi í afmæli Raggagarðs.

Séra Magnús blessaði Raggagarð

Séra Magnús blessaði Raggagarð

Gunni Helga og Jói G að skemmta á Bátasviðinu.

Gunni Helga og Jói G að skemmta á Bátasviðinu.

Einar Mikael Töframaður heillaði krakkana og alla.

Einar Mikael Töframaður heillaði krakkana og alla.

Eggert, Michelle og Lori Kelley

Eggert, Michelle og Lori Kelley

Benni Sig og félagar ásamt Gumma Hjalta

Benni Sig og félagar ásamt Gumma Hjalta

 

 

Framkvæmdir hófust á fullu í garðinum 14 júlí.

Þann 14. júlí mætti Vilborg Arnarsdóttir(Bogga) ásamt eiginmanni sínum Halldóri Má Þórissyni (Dóri) til þess að klára framkvæmdirnar við garðinn fyrir afmæli hans 8. ágúst 2015.  Byrjað var á því að taka þann efnivið sem til var og nýta í smíðarnar.  Dóri smíðaði lausa skjólveggi á milli geymsluhúsana.  Bogga smíðaði Borð og bekki í Dalshús.  Einnig var farið í að mála öll leiktæki í garðinum á morgnana þega veður var gott á meðan beðið var eftir vinnuvél á nýja svæðið.  Var haldin einn vinnudagur í garðinum frá kl; 13.00 til 17.00. Tækin í Orkulundinum voru máluð ásamt einni umferð á brú og bátasviðið.  Það mættu 6 manns á vinnudaginn.  Oft var svo mikil traffík í garðin að vonlaust var að mála þar nema snemma morguns.  Einnig voru gömlu skógarskiltin tekin í gegn og málað í stafi og borið á þau fúavörn.  Það sást nokkuð mikið á skógarskiltunum og leiktækjunum eftir vonsku veður í lok vetrar. Einnig var borið á salernishúsið og var Oddný og Anna Lind búnar að bera á geymsluhúsin að framan.

Síðan var hafist handa við að búa til tjörnina og Tígur ehf setti steina norðan megin við brúna og setti efni uppað brúni og fleira.  Það tók all langan tíma að finna hellugrjót í fjörunni og safna því saman í hrúgu og raða ofan á tjarnardúkinn en hafðist að lokum.

Síðustu vikuna fyrir afmæli var unnið að miklu kappi.  Tígur ehf Gerði holur fyrir listaverkin í garðinum og gerði 40 metra göngustíg frá brú og í átt að lóðarmörkum.  Einnig lagaði Tígur ehf svæðið ofan við minningarreitin og skóf burtu órægt  og sletti svæðið.  Þotan ehf í Bolungarvík útvegaði okkur 100 fermetra af torfi til að laga á útivistarsvæðinu og Dóri sótti torfið í tveimur ferðum til Bolungarvíkur á pallbíl Félaga ehf.   Rafskaut á ísafirði kom og tengdi rafmagn frá salernishúsi að bátasviði ásamt því að skipta um útsláttarrofa í salernishúsi.

Vstfirskir Verktaka steyptu háa sökkla undir listaverkin og komu og settu þau niður með okkur Gerði Gunnars og fleirum.  Garðar Sigurgeirsson sá svo um að festa listaverkunum á stöplana.  Tígur ásamt Boggu Dóra, Barða og Finni Jónssyni settu fallega möl sem Kubbur efh á Ísafirði kom með fyrir garðinn ofan á göngustíg og það svæði sem þurfti að fegra með fallegri möl.  Finnur Jónsson framkvæmdastjóri Isangling sótti vatnssniglil frá Bolungarvík, sem fara átti í tjörnina.  Snigillinn var búin að vera hjá Finnboga Bernodussyni í Mjölni, þar sem smíða þurfti undistöður og smávegis lagfæringar.  Valgeir Scott pípari kom og tengdi vatnslöngu við salernishúsið og við snígilinn í tjörninni.  Allt tókst þetta á síðustu metrunum um miðnætti  fyrir afmæli.

Síðustu tveir dagar fyrir afmæli var unnið frá snemma morguns fram að miðnætti.  Það var erfitt að fá aðstoð þar sem sumri voru fjarverandi í sumarfríi og aðrir að undirbúa Bláberjadaga hátíðina á vegum Súðavíkurhrepps.  Barði, Oddný og Dísa í stjórn garðsins hjálpuðumst að, að klára garðinn ásamt Dóra mínum, Finni Jónssyni og Halldóri Jónbjörnssyni sem hjálpaði okkur að tyrfa og raka.  Dóri sló garðinn þar sem þurfti og fl.

Dóri Draumur að smíða skjólveggi á milli geymsluhúsa

Dóri Draumur að smíða skjólveggi á milli geymsluhúsa

Bogga að saga niður í skjólveggina

Bogga að saga niður í skjólveggina

Liset og Jóhanna að mála Orkulundinn á vinnudaginn.

Liset og Jóhanna að mála Orkulundinn á vinnudaginn.

Oddný og Hulda máluðu Brú og bát og síðan í stafina á nýju skiltunum.

Oddný og Hulda máluðu Brú og bát og síðan í stafina á nýju skiltunum.