Mikill mannfjöldi í Raggagarði í dag 28. júní.

Mikil traffik hefur verið í Raggagarði í dag.  Fyrir utan gesti sem kíkja í garðinn var Barnaafmæli og einnig grilluðu í garðinum gestir ættarmóts sem er þessa helgina í Súðavík og eru að laga til í Ljósulundi fyrir ofan Raggagarðs.  Í Ljósulundi er pallur og útsýnisskífa.  Þessi trjálundur var gerður fyrir all mörgum árum til minningar um Ljósmóður sem starfaði hér í Súðavík í all mörg ár.

Líf og fjör í Raggagarði

Mannfjöldi í Raggagarði

Enn bætist í hóp velvildarfólks Raggagarðs

Ragna Aðalsteinsdóttir styrkti Raggagarð til framkvæmda í miðan júní um 100.000 kr.  Áhugamannafélagið þakkar hjartanlega fyrir styrkinn sem kemur sér vel í framkvæmdirnar í sumar.

Frá Raggagarðo

Frá Raggagarði

Miklar framkvæmdir í Raggagarði í sumar.

Nú er byrjað að gera útivistarsvæði í garðinum.  Búið er að reisa þrjú geymsluhús fyrir lausamuni garðsins og garðverkfæri ásamt að moka upp mön sem verður áhorfendasvæði og í næstu viku verður byrjað á að smíða bátasvið þar fyrir neðan.  Þetta svæði er með vestfisku þema úr náttúrunni sem fólk getur upplifað á svæði.  Engin leiktæki verða á útivistarsvæðinu.

Þarna er ætlunin að sé lítil tjörn, rekaviðaskógur með 15 rekaviðastaurum með ræturnar upp ásamt rótarhniðjum.  Listaverkalundur með úti listaverkum eftir vestfiska listamenn eða þá sem hafa tengingu til Vestfjarða úr nátturuefnum eins og steinum, við eða járni. Gerða Gunnarsdóttir listakona er þegar búin að gefa garðinum steinlistaverk eftir sig sem verur sett upp næsta vor.  Holugjót frá Hvítanesi verður við göngustíginn og margt fleira sem tengist vestfiskri náttúru.  Þetta svæði verður skemmtilegt fyrir þá sem vilja njóta meiri kyrrðar og geta skoðað sérstöðu Vestfjarða á einum stað.  Einnig er þetta svæði vel til þess fallið að hafa útisamkomur fyrir hópa félagsamtök eða þegar Raggagarður á afmæli svo eitthvað sé nefnt.

Raggagarður hefur verið í uppbyggingu frá því vorið 2004 þegar firsta skóflustungan var tekin en stefnt er að því framkvæmdum verði lokið í Raggagarði á 10 ára afmæli hans 8 ágúst 2015.  Haldið verður upp á þann áfanga með fjölskylduhátíð í Raggagarði.  Nú þegar er um 6 til 8 þúsund gestakomur í garðinn á sumrin.

Til að þetta takist vonar áhugamannafélagið Raggagarður að allir geti lagst saman á árar svo hægt verði að ljúka sem mestu af framkvæmdunum í sumar.  Vestfirðingar og ásamt öðrum landsmönnum hafa stutt við garðinn í gegnum tíðina og gert þennann garð að einum af perlum Vestfjarða.   Kostnaður við garðinn er þegar komin upp í 26 milj kr og mun því heildar kostnaður við uppbyggingu garðsins verða um 30 milj kr.

Áhugasamir einstaklingar  og fyrirtæki sem vilja styrkja okkur geta langt inn á reikning garðsins 0556-26-352012  kt;440304-4350.  Margt smátt gerir eitt stórt.

Tilbonandi útivistarsvæði Raggagarðs

Tilbonandi útivistarsvæði Raggagarðs