Vinnuskólinn í Súðavík

Krakkarnir í vinnuskólanum voru í gær og í dag að snyrta til í garðinum og hreinsa úr trjábeðunum og margt fleira.  Dugnaðar forkar þessir krakkar.  Súðavíkurhreppur hefur styrkt garðinn um einn til tvo daga á sumri með vinnuframlagi krakkanna.

Vinnuskólinn í Súðavík að störfum 16 og 17 júlí.

Vinnuskólinn í Súðavík að störfum 16 og 17 júlí.

Til hvers eru smáhýsin í Raggagarði?

Kofar og hús

Smáhysin DALSHÚS SMIÐJUKOT og GEORG

Margir spyrja um smáhýsin sem búið er að reisa á útivistarsvæði Raggagarðs.  Nei, þetta er ekki hittur eða svefnskálar heldur geymsluhús fyrir lausamuni Raggagarðs. Neðsta húsið hefur fengið nafnið DALSHÚS og er gjöf frá Hraðfrystihúsinu Hnífsdal.  Miðju húsið heitir SMIÐJUKOT og er gjöf frá Félagi Járniðnaðarmanna á Ísafirði og efsta húsið heitir GEORG og er gjöf frá Íslandsbanka Ísafirði.

Á veturna verða þau full af lausamunum Raggagarðs, sem sagt borðum og bekkjum ásamt grillum tunnum og öllu því sem hægt er að setja inn fyrir veturinn.  Smiðjukot snýr hurðum að götu og er ætlunin að það hús gæti jafnframt nýst sem sölubás fyrir smádót Raggagarðs til styrktar garðinum í framtíðinni ásamt því að geyma varahluti og garðverkfæri.  Á sumrin þegar borð og bekkir eru úti er hægt að opna Dalshús og Georg ef óskað er eftir því, ef hópur eða félagssamtök eru með uppákomu í garðinum og ekki viðrar vel.

Raggagarður hefur hingað til verið með sitt dót og varahluti í mörg ár í bílskúr hjá Eggert Nielson og Michelle sem hafa lánað hann endurgjaldslaust ásamt að vera hér og þar með dót m,a í bílskúr í draumalandi.  Þetta kostaði all margar ferðir fram og til baka með kerrur og pallbíl.  Þessi lausn gerir Raggagarð sjálfbæran með geymslur fyrir sitt dót á staðnum.  Bestur þakkir til þerra sem styrktu okkur um húsin frá Kofar og hús ásamt þeim líka og Eggert fyrir öll árin í hans bílskúr.