Leyndardómar Raggagarðs.

Þegar Bogga fór af stað fyrir 11 árum með hugmyndina að fjölskyldugarði þá hafði ég ekki hugmynd um hvert það myndi leiða mig í því verkefni.  Haustið 2003 var búið að safna 43.000 kr fyrir kleinubakstur.   Í janúar var svo stofnað Áhugamannafélag um uppbyggingu garðsins og sótt um styrki meðal annars í Pokasjóð.  Hafði þessar 43. þús kr ásamt rissi á blaði um það svæði sem ég sótti um hjá sveitarfélaginu og litla tiltrú manna á þessu, þó að þeim findist hugmyndin góð.

Ég leitaði að fyrirtækjum sem selja leiktæki og bað um að fá senda bæklinga vestur á firði.  Ég fékk þó frá einum af þrem seljendum stórann doðrant frá Jóhanni Helga og Co sem flytur leiktæki frá Lappset. Ég fer síðan í byrjun maí til Reykjavíkur á ferðakynningu í Laugardalshöll á vegum Sumarbyggðar og hitti þennan Jóhann.  Hann var boðinn og búin að fara með mér um bæinn og sýna mér leiktæki frá sér.  Ég afþakkaði boðið þar sem ég færi vestur daginn eftir.  Síðan fæ ég hringingu um að vera lengur í Reykjavík þar sem Vá-Vest hópurinn sem ég var í, hafði unnið til foreldraverðlauna heimilis og skóla.  Ég hringdi í Jóhann og sagði að ég hefði tíma í bíltúr og skoða leiktæki.  Á meðan ég beið úti eftir að vera sótt,  hringir maðurinn minn og segir mér að Raggagarður hefði fengið 1 milj kr í styrk.  Auðvitað var Jóhann steinhissa að sjá Boggu hoppandi af gleði á gangstéttinni þegar hann kom og sótti mig.

Hann vildi vita eitthvað um þetta verkefni og ég sagði honum þá að ég hafði hugsað mér að eyða þeim tíma sem ég annars hefði átt með Ragnari mínum í garðinn.   Ég sagði honum frá því að sonur minn hefði látist 2001 í bílslysi og hvað ég var að hugsa.    Ég fékk fullan skilning á þessu og í ljós kom að hann hafði sjálfur misst ungan son sinn 8 ára 2003.  Við náðum algjörlega saman um það sem ég var að hugsa varðandi Raggagarð og hafa þau hjónin stutt okkur í Raggagarði æ síðan með góðum afslætti og hann varð til þess að fyrirtækið Lappset í Finnlandi gaf garðinum Ask og Emblu.  Þetta er bara ein saga af svo ótal mörgum af tilviljunum sem hafa átt sér stað varðandi Raggagarð eða maður er leiddur að því fólki sem getur lagt verkefninu lið.  Ef einhverjar dyr lokuðust þá opnuðust aðrar.  Ég ákvað að láta bara eina sögu af hundruðum sagna um þetta flakka hér.

Ég áttaði mig flótt á því,  að það eru æðri máttarvöld sem hafa styrt þessu verkefni og leitt mig áfram.  Ég kann ekki skýringu á því til að segja frá.  Fyrir mér var það ljóst að það eru englar og vættir sem halda verdarhendi sinni yfir garðinum og öllu því sem að honum snýr.  Ég efa það ekki að það mikla hjarta sem vestfirðingar og aðrir hafa lagt í garðinn hafi þar líka einhver áhrif.  Nú er fólk farið að sjá það,  fleiri en ég,  að það eru einhverjir töfrar í kringum garðinn. Meira að segja þegar þau í Sumardögum komu til að taka viðtal leyst mér ekki á blikuna þar sem það ringdi mikið um morgunin.  En það stytti upp þegar þau komu og ringdi aftur þegar þau voru farin.  Á afmælisdaginn var aldrei efi í mér að það yrði gott veður því ég vissi að æðri máttarvöld hjálpuðu til enda var það raunin.  Veðrið gat varla verið betra.  Daginn eftir var komin hrissings kuldi og dagin fyrir afmæli var súld og rigning á köflum.  Það væri hægt að skrifa heila bók um þessar tilviljanir varðandi garðinn.

Steinverkið Umhyggja á svo sannarlega við í Raggagarði.

Steinverkið Umhyggja á svo sannarlega við í Raggagarði.

 

Daginn fyrir afmæli Raggagarðs 8. ágúst kom til mín gamall maður sem sagði mér, að sér hafi verið sagt að þessi garður væri með svo miklum kærleika og ljósi að handan og miklir góðir vættir sem héldu utan um garðinn.  Hann vildi vera fyrstur til að heita á Raggagarð og lét mig hafa áheitarfé fyrir 10.000 kr.   Hann sagði að Raggagarður væri ekki síðri en Strandakirkjan fræga og þetta var haft eftir fólki sem við ekki sjáum,  en hann sér og heyrir í.  Síðan þá eru komin þrjú áheit á garðinn.  Við höfum ákveðið að hafa sérstaka áheitabók fyrir þá sem vilja.

Áheitarreikningurinn er;     kennitala  440304-4350.   Banka og reikningsnúmer er 0156  -15-  310001.

Það er ekki tilviljun að listaverkið  Umhyggja er við stefni bátsins.

Fólkið á bak við Raggagarð.

Raggagarður væri ekki til nema fyrir tilstilli  fólks sem hefur staðið vel við bakið á upphafsmanni og framkvæmdastjóra garðsins og hafa unnið öll þessi ár við uppbygginguna á garðinum.  Þar má nefna stjórn Raggagarðs sem eru utan framkvæmdastjóra;  Sigurdís Samúelsdóttir, Anne Berit Vikse, Barði Ingibjarsson og Oddný Elínborg Bergsdóttir sem mætir í fjarveru Jónasar Ágústssonar.   Þau hafa tekið að sér að steypa undirstöður undir leiktækin, smíðað palla, rampa, málað og svo ótal margt utan auglýstra vinnudaga.  Þau taka virkan þátt í að telja úr dósatunnum garðsins á sumrin og vakta garðinn í fjarveru framkvæmdastjóra og skipa með sér að vakta garðinn á veturna.  Þau hafa tekið virkan þátt í þeim uppákomum sem hafa verið í gegnum árin á vegum Raggagarðs. Það er stjórn garðsins fyrir vestan sem hefur séð um að setja alla lausamuni garðsins inn í kofa á hausti og út að vori.  Allt þetta er unnið í sjálfboðavinnu og gleymist að skrá niður í greinagerðir garðsins.
Einnig vil ég nefna sérstaklega manninn á bak við tjöldin sem lítið hefur farið fyrir í upplýsingum um garðinn.  Hann hvatti konu sína til að láta slag standa og fara af stað með þetta haustið 2003.   Öll þau leiktæki sem sett hafa verið niður í Raggagarði þessi 11 ár,  eru sett saman af Halldóri Má Þórissyni ( Dóri ) eiginmanni Boggu.  Hann hefur jafnframt séð um að laga leiktækin, þegar þess er þörf og einnig hefur hann slegið garðinn endurgjadslaust í mörg ár.  Þessi vinna Dóra hefur í fæstum tilfellum verið skráð en það eru ótal vinnustundirnar sem hann hefur lagt til garðsins í gegnum tíðina.  Það hefur ekki verið haldið utan um vinnustundirnar í greinargerðum garðsin sem hann hefur unnið.

Vinnan við Raggagarð á vinnudögum hefur í flest öllum tilfellum öll árin verið í höndum heimamanna í Súðavík ásamt sumarbúum og gestum Súðavíkur.   Styrktaraðilarinir eru orðnir 130 alls og hafa þeir bæði styrkt garðinn með fé og eins vinnu og efni eða í formi afláttar.  Styrkirnir koma margir frá fyrirtækjum, stéttarfélögum á Vestfjörðum og víðar en einnig frá fyrirtækjum víðar á landinu og jafnvel utan landsteinanna.

Þessi garður er byggður upp með hug hjarta og höndum heimamanna og annara velunara garðsins frá upphafi.  Allir sem einn hafa gert kraftaverk.

Stjórn Raggagarðs. Bogga, Barði, Anne, Dísa og Oddný. Það vantar Jónas á mynd

Stjórn Raggagarðs. Bogga, Barði, Anne, Dísa og Oddný. Það vantar Jónas á mynd

Dóri að taka við steypu frá Vesttfiskum 2007 í Raggagarði

Dóri að taka við steypu frá Vesttfiskum 2007 í Raggagarði

Dóri að setja saman lestina 2008.

Dóri að setja saman lestina 2008.

Halldór Már Þórisson (Dóri) og Vilborg Arnarsdóttir (Bogga)

Halldór Már Þórisson (Dóri) og Vilborg Arnarsdóttir (Bogga)

 

Saga gosbrunnsins í Raggagrði

Vorið 1996 eða var fengin listamaður til Súðavíkur til að gera skemmtilega viku með börnum í Súðavíkurskóla tengt listum.  Það var ákveðið að gera gömlu sundlaugina ofan við Árnes að Sumarhvammi.  Hlaðið var grill í eitt hornið á lauginni og börnin máluðu myndir á veggi sundlaugarinnar utan sem innan ásamt fleiru.  Í að minsta þrír nemendur tóku það verkefni að sér að búa til vatns gosbrunn úr efni sem þau fundu sem enginn hafði not fyrir þá.  Þau fundu snigil og bobbing og fleira efni úr járni.  Þetta voru Ragnar Freyr Vestfjörð, Ásta ýr Esradóttir og einhverjir aðrir en ekki er búið að finna út úr því.  Haldór Már.  fósturfaðir Ragnars flutti efniviðinn fyrir þau upp að Orkubúinu þar sem Elvar Ragnarsson heitin sauð þetta saman fyrir þau.  Einnig voru þarna einhverjir þunnir armar þar sem vantið átti að renna á en er löngu brotið af.  Þessu var komið fyrir í dýpsta enda sundlaugarinnar og vatnslanga tengd við bobbinginn svo að vatn seitlaðist niður aðeins þennan dag sem sumarhvammur var kláraður með veislu heimamanna, foreldra og barna.

Þennan Sumarhvamm og sælureit ætlaði svo sveitarfélagið að sjá um að viðhalda sem skemmtilegan útivistarreit í framtíðinni.  Eitthvað hefur það farið forgörðum og það sem var tyrft var óslegið og allt í reiðuleysi.  Gosbrunnurinn lá þarna á ská í botninum á sundlaugini í all mörg ár.  Það hefur líklega verið í kringum 2005 sem framkvæmdastjóri Raggagarðs (mamma Ragga) tók gosbrunninn og geymdi í bílskúr til margra ára og ætlunin var að setja hann upp í tjörn á útivistarsvæðinu í Raggagarði  Nú er tjörnin loksins komin og vatnsnígillinn kominn í tjörnina eftir að Finnbogi Bernódusson í Mjölni Bolungarvík sauð undir hann góðan standara og betri stút fyrir vatnið ásamt fleiri lagfæringum og gaf sína vinnu og efni við það.

Það er gaman að því að handverk Ragga sé komið í Raggagarð og þar sem því er sómi sýndur.  Það  á hvergi betur við  19 árum eftir að snigillinn var smíðaður.  Litla tjörnin er aðeins til að njóta sjónrænt og ekki er gert ráð fyrir því að börn vaði eða kasti grjóti, eða leiki sér í tjörninni.  Ég vil byðja foreldra að brýna það fyrir börnum sínum.

Tjörnin og gosbrunnurinn í Raggagarði og listaverkið Tveir Heimar

Tjörnin og gosbrunnurinn í Raggagarði og listaverkið Tveir Heimar

Gosbrunnurinn í Raggagarði.

Gosbrunnurinn í Raggagarði.